Slide background

icon-madur

Verkefnið byggist á að lána út mannauðsráðgjafa, sérhæfðum í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun, til fyrirtækja.

 

icon-kennsla

Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins og gerir greiningu á þörfum þess í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk.

 

icon-midlun

Út frá greiningunni er unnin fræðslu- og símenntunaráætlun sem leggur grunn að markvissri fræðslu starfsmanna.

Ferlið útskýrt

  • Fyrirtæki, sjóðir eða ráðgjafi á vegum sjóða/setra getur haft frumkvæði að verkefninu.
  • Sjóðir samþykkja fjármögnun verkefnisins og ráðgjafi er valinn.
  • Samningur um verkefnið undirritaður.
  • Markmið verkefnisins er að nota rýnihópavinnu með starfsfólki til þess að skilgreina fræðsluþarfir og skrifa fræðsluáætlun fyrirtækisins.
  • Ráðgjafi vinnur með stjórnendum að því að skilgreina markmið fyrirtækisins í verkefninu.
  • Stýrihópur/fræðslunefnd úr hópi starfsmanna er settur á fót og skipað er í rýnihópa.
  • Ráðgjafi stýrir rýnihópavinnu, fer yfir niðurstöður og leggur drög að fræðsluáætlun í samvinnu við stjórnendur fyrirtækis.
  • Ráðgjafi eða fulltrúi fyrirtækisins kynnir fræðsluáætlun fyrir stjórnendum og starfsfólki fyrirtækisins.
  • Fyrirtækið hefst handa við að innleiða fræðsluáætlunina.
  • Ráðgjafi hefur samband innan tveggja mánaða og heyrir hvernig gengur að vinna með fræðsluáætlunina.

Algengar spurningar

Hvaða fyrirtæki geta fengið fræðslustjóra að láni?

Fyrirtæki sem greiða starfsmenntaiðgjöld í IÐUNA fræðslusetur, Landsmennt, Starfsafl, Rafiðnaðarskólann eða Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks.

Er óþarfi að fá fræðslustjóra að láni þegar fyrirtækið hefur nú þegar fræðslustjóra innan fyrirtækisins?

Síður en svo þar sem reynslan af verkefnunum hefur leitt í ljós að fræðslustjórar fyrirtækja telja það mikinn styrk að fá greiningu fræðsluþarfa frá óháðum aðila.

Hvað tekur verkefnið langan tíma?

Það fer eftir stærð og þörfum fyritækisins, en mælst er til að því ljúki innan tveggja mánaða.

Hverjir eru ráðgjafarnir?

Sjóðirnir eru í samstarfi við u.þ.b. átta ráðgjafafyrirtæki og fræðslustofnanir sem eru með reynda og vel menntaða ráðgjafa. Ráðgjafarnir hafa ólík sérsvið og nálganir en fylgja þó allir sömu verkefnalýsingunni.

Hafðu samband

idan-logo landsmennt-logo rafidnadarskolinn starfsafl-logo ssvs-logo